Starfsfólkið

 

Norðurál er stærsti vinnustaður Vesturlands og starfa þar um 600 manns.  Um 80% starfsmanna eru búsettir í nágrannasveitafélögum, þar með talið á Akranesi, í Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit. Starfshópurinn hefur fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun, reynslu og aldur. Við teljum slíka fjölbreytni styrkja starfsemi okkar og hjálpa okkur að ná framúrskarandi árangri. Norðurál leggur ríka áherslu á að komið sé fram við alla starfsmenn á réttlátan hátt og stuðlar að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins.

 

Mannauður Norðuráls (pdf)

 

Umsóknir

Umsóknareyðublöð má nálgast hér og í móttöku fyrirtækisins. Allir umsækjendur sem sækja um í gegnum vef Norðuráls fá sjálfvirkan tölvupóst sem staðfestir að umsókn þeirra hafi borist. Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað eftir að ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Í öllum tilfellum ríkir fullkominn trúnaður varðandi umsóknir.

 

Hafðu samband

Vinsamlegast hafið samband við mannauðsviðið í síma 430 1000 eða með tölvupósti nordural hjá nordural.is