Mannauðsstefna - bæklingur (pdf)

 

Fólkið

 

Við - starfsmenn Norðuráls -  erum hornsteinn velgengni fyrirtækisins og grunnur þeirrar framtíðarsýnar okkar að vera í fremstu röð  álframleiðenda í heiminum.  Við stýrum, framkvæmum og hegðum okkur í samræmi við stefnumið Norðuráls. Við stuðlum að stöðugri framþróun fyrirtækisins og því að skapa umhverfi sem leiðir til framúrskarandi árangurs á öllum sviðum. 

 

Við - starfsmenn Norðuráls - nýtum hæfileika okkar í daglegu starfi, ásamt þekkingu okkar og getu  og njótum til þess fulls stuðnings fyrirtækisins. Við vinnum með fyrirtækinu að sameiginlegum markmiðum og höfum sömu framtíðarsýn.  Við erum öll leiðtogar í starfi okkar. Við erum leiðtogar vegna þess að við þekkjum hlutverk okkar og styðjum hvert annað dyggilega.  Stuðningur okkar felst m.a. í  gagnkvæmri virðingu, hvatningu til góðra verka og að tryggja öryggi hvers annars.  Framúrskarandi árangur einkennir allt sem við tökum okkur fyrir hendur. Við skilgreinum markmið og metum árangur okkar.

 

Við - starfsmenn Norðuráls  - erum fjölbreyttur hópur. Við erum stolt af samstarfsfólki okkar, fyrirtækinu og þeim árangri sem við höfum náð.   Við erum jafnframt hluti af stærra samfélagi sem nær til fjölskyldna okkar, nágrennis og alls umhverfisins. Við erum stolt af samfélagi okkar og viljum að samfélagið sé stolt af okkur.

 

Við erum Norðurál

 

Stefna

Framtíðarsýn og stefnumið Norðuráls eru leiðandi í okkar daglegu störfum.

 

Norðurál er eftirsóttur vinnustaður sem leggur áherslu á öruggt, heilsusamlegt og ánægjulegt starfsumhverfi.

 

Markviss þjálfun og metnaður starfsmanna stuðla að aukinni þekkingu, verkkunnáttu og  stöðugri framþróun.

 

Allir starfsmenn þekkja stöðu settra markmiða og hafa tækifæri til að leggja sitt af mörkum. 

 

Allir starfsmenn eru ákveðnir í að gera sitt besta, bæði sem einstaklingar og liðsheild.

 

Markmið fyrirtækisins og starfsmanna eru samstillt með jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum.

 

Stjórnendur á öllum stigum eru einbeittir, ná árangri og átta sig á möguleikum starfsmanna og fyrirtækisins.

 

Hlutverk og  ábyrgð

Við hegðum okkur í samræmi við framtíðarsýn og stefnumið fyrirtækisins.

 

Við hlúum að og berum ábyrgð á heilbrigði, öryggi og umhverfi okkar.

 

Við tökum virkan þátt í að þróa og viðhalda okkar eigin verkkunnáttu og hæfni og berum ábyrgð á okkar eigin starfsframa innan fyrirtækisins.

 

Við sköpum jákvætt starfsumhverfi sem undirstrikar einlæga umhyggju og virðingu fyrir samstarfsfólki.

 

Við berum ábyrgð á að ná settum markmiðum liðsheilda og fyrirtækisins alls.

 

 

 

Öryggi, heilbrigði og vinnuaðstaða

  

Norðurál er slysalaus vinnustaður þar sem starfsmenn eru vel þjálfaðir og leggja metnað sinn í að framkvæma verk sín í samræmi við gildandi verkferla og reglur.  Öllum starfsmönnum ber skylda til að hlýta reglum Norðuráls og  taka virkan þátt í að tryggja öryggi og heilbrigði sitt og samstarfsfólks.

 

Norðurál leggur áherslu á hreysti og heilsueflingu og hvetur starfsfólk til að ástunda heilsusamlegt líferni. Fjölbreytni og hollusta einkenna þær máltíðir sem boðið er upp á.

 

Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður.  Neysla áfengis og ólögmætra vímuefna, ásamt því að vera undir áhrifum slíkra efna er bönnuð á vinnustöðum Norðuráls.  Þetta á einnig við meðan ferðast er til og frá vinnustað.  Starfsmenn mæta vel hvíldir og hæfir til vinnu. Norðurál áskilur sér rétt til eftirlits með því hvort farið sé eftir reglum sem varða áfengi, lyfja- og vímuefnanotkun, með viðurkenndum aðferðum.

 

Norðurál tryggir starfsmönnum sínum viðeigandi vinnuaðstöðu, öryggisfatnað, persónuhlífar og áhöld.

 

Norðurál fylgir í einu og öllu lögum og reglum varðandi öryggi, heilbrigði og vinnuaðstöðu starfsmanna.

 

 

 

Samskipti, samvinna og starfsánægja

 

Norðurál leggur áherslu á markviss samskipti, öfluga samvinnu og starfsánægju.

 

Starfsmenn sýna hver öðrum virðingu og umburðarlyndi og skapa þar með jákvætt starfsumhverfi  sem er laust við hvers kyns einelti og kynferðislega áreitni.

 

Við styðjum stefnu fyrirtækisins með markvissu upplýsingaflæði og skýrum samskiptaleiðum og eflum þannig sameiginlegan skilning, stuðlum að viðeigandi hegðun og styrkjum ímynd og orðspor fyrirtækisins.

 

Við erum sterk liðsheild  með góðan félagsanda og á milli okkar er heiðarlegt og uppbyggilegt samstarf.

 

Við gætum jafnvægis milli vinnu og einkalífs. 

 

 

 

Ráðningar, þjálfun og starfsþróun

 

Norðurál ræður hæfa og metnaðarfulla starfsmenn samkvæmt faglegu ráðningarferli.

 

Nýir starfsmenn fá hlýjar móttökur og viðeigandi starfsþjálfun.

 

Allir starfsmenn skilja hlutverk sitt og ábyrgð og fá reglulega og uppbyggilega endurgjöf.

 

Þörf fyrir þjálfun og starfsþróun er metin árlega í samræmi við metnað og hæfni einstaklingsins og þarfir fyrirtækisins.

 

Efnilegir starfsmenn eru hvattir til áframhaldandi þróunar og þjálfunar.

 

 

 

Jafnrétti

 

Norðurál byggir á fjölbreytilegum bakgrunni og reynslu í hópi starfsmanna sinna og kemur jafnt fram við alla starfsmenn.

 

Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar.