Móttaka nýliða

Allir nýir starfsmenn fá hlýlegar móttökur, vandaða kynningu á fyrirtækinu og viðeigandi starfsþjálfun. Gert er ráð fyrr því að nýliðaferlið sé í heildina þrír mánuðir og er megináhersla á að gefa starfsmanninum sýn í stefnur og starfsemi fyrirtækisins og mikilvægi öryggismála. Með nýliðaferlinu er lagður grunnur að því að viðkomandi aðlagist fljótt nýju vinnuumhverfi og verði ánægður og stoltur Norðurálsstarfsmaður. 
 

Stig Lýsing Tímabil

1

Kynning á fyrirtækinu

Óskilgreint

2

Grundvallarkynning á fyrirtækinu, starfsemi þess og grunnöryggisþáttum

Fyrstu 2 dagarnir

3

Öryggis- og starfsþjálfun á svæðinu

Fyrsti mánuðurinn

4

Sérhæfð starfsþjálfun

Fyrstu 3 mánuðurnir