Norðurál

 

Árið 2016 framleiddum við um 313.000 tonn af áli á Grundartanga. Til framleiðslunnar notuðum við um 4.600 GWst, eða tæpan fjórðung alls rafmagns sem unnið er á Íslandi. Orkuna kaupum við af fyrirtækjum í eigu almennings, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun og einnig HS Orku.

 

Vönduð vinnubrögð, stöðugleiki í rekstri og öruggur búnaður skilar þeim árangri að losun efna frá álverinu er vel undir þeim mörkum sem fyrirtækinu eru sett af íslenskum stjórnvöldum. Þetta hefur verið staðfest meðumfangsmiklum rannsóknum óháðra aðila á ytra umhverfi verksmiðjunnar á Grundartanga.

 

Í álverinu sjálfu starfa að jafnaði um 600 manns og um 1.000 manns til viðbótar hafa atvinnu af þjónustu sem tengist starfsemi okkar með beinum hætti – flutningum, framkvæmdum, tækniþjónustu, birgðaöflun og fleiru. Norðurál er langstærsti atvinnurekandi á Vesturlandi og reyndasta starfsfólkið hefur verið með okkur allt frá upphafi, í 19 ár.

 

Norðurál er í eigu Century Aluminum sem er með höfuðstöðvar í Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. Century Aluminum á og rekur þrjú önnur álver í Bandaríkjunum.

 

Ál úr grænni, íslenskri orku er notað um allan heim, til dæmis til að létta bíla, klæða hús og pakka inn nesti, smíða tölvur, snjallsíma, húsmuni og veggi.

 

Norðurál Grundartangi ehf      
Grundartanga
301 Akranes
s: 430 1000
Faxnúmer: 430 1001

Kt. 570297-2609 
 
Norðurál Helguvík ehf
Skógarhlíð 12

105 Reykjavík

s: 430 1200
Faxnúmer: 430 1001
Kt. 470207-2800


Norðurál ehf
Skógarhlíð 12

105 Reykjavík

s: 430 1000
Faxnúmer: 430 1001
Kt. 470404-2130
 
Tengiliðir við fjölmiðla:
Ágúst Hafberg 696 9508

Sólveig Bergmann 820 4004