Hvað er ál

Ál er léttmálmur og annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Kostir áls eru að það er létt og sterkt miðað við þyngd. Einnig leiðir það vel rafstraum og varma ásamt því að vera ósegulvirkt. Þá hefur það einnig yfirborðsáferð sem hentar meðal annars í spegla ef yfirborðið er varið.  Undir flestum kringumstæðum er það mjög tæringarþolið. Auk þess er ál fremur auðvelt í mótun, vinnslu og endurvinnslu.  Ál er mjög sterkt miðað við þyngd og sækjast t.d. farartækjaframleiðendur eftir því að nýta það meira til að auka eldsneytisnýtingu ökutækja því einungis þarf helming þyngdar áls á móti stáli til að fá sama styrk.  Með því að minnka þyngd um 30% er hægt að minnka eldsneytisnotkun um 15%.

 

Ál er þriðja algengasta frumefnið jarðskorpunni en aðeins kísill og súrefni eru algengari. Hlutfallsþyngd áls í jarðskorpunni er um um 8%. Þar sem ál er mjög neðarlega í spennuröðinni (þ.e. þarf litla orku til að hvarfa það) fyrirfinnst það ekki á frumefnaformi í náttúrunni. Ekki er heldur auðvelt að framleiða það með kolefnisafoxun líkt og járn nema við mjög háan hita.  Ál er því yfirleitt framleitt með rafgreiningu úr súráli sem er oftast framleitt úr báxíti. Báxít myndast á á nokkrum milljónum ára við hitabeltisaðstæður þar sem hiti og mikil úrkoma farasaman. Stærstu báxítnámurnar eru í Ástralíu en þær er einnig að finna hvarvetna nálægt miðbaug.