Kerskálar

Framleiðsla á áli í álveri Norðuráls á Grundartanga fer fram í 520 kerum í fjórum kerskálum. 

Kerin eru lokuð og tengd þurrhreinsivirkjum sem hreinsa útblástur sem kerin skila frá sér.

 

Súrál er flutt frá höfn í gegnum lokað kerfi og þaðan í kerin. Í kerunum er það klofið með rafmagni í súrefni og hreint ál. Kolaskaut bindast súrefninu með bruna á meðan það er ennþá í kerunum. Þessu ferli er stjórnað með tölvustýrðu stjórnkerfi.

 

Skautsmiðja

Í hverju keri eru 20 skaut sem skipt er um á 30 daga fresti. Skautin eru steypt við skautgaffla í skautsmiðjunni áður en þeim er komið fyrir í kerunum. Hvert nýtt skaut er um 1200 kg en eyðist smám saman og að notkun lokinni eru eftir um 250 kg af skautleifum. Skautin eru flutt aftur í skautsmiðjuna þar sem skautleifarnar eru hreinsaðar af skautgafflinum, muldar niður og sendar utan þar sem þær eru endurunnar sem hráefni í ný skaut. Nýtt skaut er steypt á skautgaffalinn og ferlið endurtekur sig. 

 

Steypuskáli

Í hverju keri eru framleitt um 1,5 tonn af áli á dag. Álið er flutt í steypuskálann þar sem málminum er safnað í steypuofna sem hver tekur um 60 tonn. Þegar málmurinn hefur náð kjörhitastigi fyrir steypu (720°C) er ofninum lyft og málminum rennt í steypumót og steyptur í um 22 kg hleifa. Hleifarnir eru bundnir í stæður sem vega um 1 tonn og fluttir þannig gámum á markað.