Norðurál hefur á þriðja tug rafknúinna farartækja í sinni þjónustu sem flytja starfsfólk og vörur á athafnasvæði álversins og nú býr fyrirtækið einnig í haginn fyrir vaxandi fjölda starfsfólks sem aka til og frá vinnu á eigin rafknúnum ökutækjum. Í þessu skyni hafa verið sett upp sérstök græn bílastæði með raftenglum á álverslóðinni þar sem starfsfólki gefst kostur á að hlaða rafbíla sína. Markmiðið er að minnka kolefnisspor, stuðla að vistvænum samgöngum og gera góðan vinnustað enn betri. Orkan er starfsfólki að endurgjaldslausu.

meira...

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ýtti úr vör endurvinnsluátaki Samáls og samstarfsaðila, á áli í sprittkertum. Um þrjár milljónir sprittkerta eru brenndar hér á landi ár hvert, en ál í þremur sprittkerum dugar til framleiðslu á einni drykkjardós úr áli.

meira...
 

Norðurálsmótið var haldið á Akranesi í júní. Við erum þakklát og stolt og viljum auðvitað meina að um sé að ræða veglegasta fótboltamót landsins fyrir 6-8 ára drengi. Hundruð sjálfboðaliða eiga þakkir skildar og ekki síður aðalfólkið: 1.600 krakkar sem sýndu glæsileg tilþrif á vellinum.

meira...

Á ársfundi Samáls, samtaka álframleiðenda, var fjallað um umhverfismál og endurvinnslu áls, stöðu og horfur í áliðnaði og nýtingu áls í bifreiðum. 

meira...

Við minnum á að Norðurálsmótið, fótboltamót fyrir 6-8 ára drengi, verður haldið á Akranesi helgina 23.-25. júní.

Hér finnur þú Upplýsingasíðu mótsins.

 

 

 

 

meira...

 

Norðurál hefur gert styrktarsamning við knattspyrnufélagið Val í Reykjavík sem tekur sérstaklega til barnastarfs félagsins.

 

meira...

Græna bókhaldið okkar er komið út, stútfullt af fróðleik um umhverfismálin.

meira...

 

Alþjóðlegur gerðardómur hefur úrskurðað í máli sem HS Orka höfðaði gegn Norðuráli Helguvík árið 2014. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu, öfugt við úrskurð gerðardóms frá árinu 2011, að HS Orku beri ekki að standa við ákvæði raforkusamnings sem fyrirtækið undirritaði við Norðurál Helguvík í apríl 2007 vegna álvers í Helguvík.

meira...