VOTTUÐ STJÓRNUNARKERFI


Norðurál er með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum. Umhverfisstjórnunar- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001og OHSAS 18001stöðlum. Vottunaraðili Norðuráls er BSI (British Standards Institution). 

 

Gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001
Með innleiðingu á gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 heldur Norðurál utan um ferla í framleiðslu og í stoðdeildum sem hafa innbyggða virkni um stöðugt endurmat og endurbætur.  Þetta miðar að því að uppfylla væntingar viðskiptavina og auka framleiðni fyrirtækisins.

 

Umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 14001
Með innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001 heldur Norðurál utan um og lágmarkar umhverfisáhrif fyrirtækisins og tryggir skipulag á viðbrögðum við umhverfisóhöppum.  Einnig er stöðugt endurmat og endurbætur á ferlum fyrirtækisins á sviði umhverfismála tryggt.

 

Öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001
Með innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt OHSAS 18001 heldur Norðurál utan um og lágmarkar hættur gagnvart starfsmönnum og verktökum sem starfa á starfssvæði fyrirtækisins og tryggir skipulag á viðbrögðum við öryggisóhöppum. Einnig er stöðugt endurmat og endurbætur á ferlum fyrirtækisins á sviði öryggis- og heilsumála tryggt.