Í fararbroddi á sviði öryggismála

 

Árið 2011 tók Norðurál upp verklag í öryggismálum sem hjálpar starfsfólki fyrirtækisins að tileinka sér öruggar starfsvenjur. Við köllum það Öruggt atferli.

 

Öruggt atferli felur í sér jafningjafræðslu, eftirfylgni og frumkvæði starfsmanna sjálfra til að auka öryggi á vinnusvæði Norðuráls.

 

Í mars á síðasta ári hlutu starfsmenn Norðuráls viðurkenningu frá bandaríska fyrirtækinu Aubrey Daniels International (ADI) fyrir framúrskarandi árangur í Öruggu atferli. ADI sérhæfir sig í námi í öryggismálum fyrir fyrirtæki um allan heim og hefur verið ráðgjafi Norðuráls. Þær skipta hundruðum öruggu venjurnar sem starfsfólk Norðuráls hafa náð frá því þjálfun í Öruggu atferli hófst. Sá árangur er á heimsmælikvarða segir í umsögn ADU. 

 

Nýlega var fjallað er um Öruggt atferli og öryggismál hjá Norðuráli í tímaritinu PMeZine. 

 

http://aubreydaniels.com/pmezine/noroural-casting-behavior-based-safety-positive-light