Grænt bókhald

Grænt bókhald er skilgreint sem efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í starfsemi fyrirtækja.  Í grænu bókhaldi koma fram tölulegar upplýsingar  og er hugmyndin sú að þær geti nýst fyrirtækjum í virkri umhverfisstjórnun.

 

Í lögum nr. 87/2001 um breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir eiga fyrirtæki sem talin eru upp í fylgjiskjali með lögunum að skila grænu bókhaldi árlega til Umhverfisstofnunar.  Norðurál á Grundartanga ehf. er eitt þessara fyrirtækja og hefur skilað skilað árlegri skýrslu í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 851/2002 um grænt bókhald frá því að reglugerðin gekk í gildi.

 

Með bókhaldinu er almenningi veittur aðgangur að upplýsingum er varða umhverfisáhrif vegna starfsemi fyrirtækisins en bókhaldið getur nýst á marga vegu.  Bókhaldið má nota innan fyrirtækisins til að fá yfirlit yfir notkun hráefna og færsla þess krefst forgangsröðunar og skipulagningar í anda umhverfisstjórnunar.

 

Nánari upplýsingar um grænt bókhald er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar

 

Skýrslur Norðuráls á Grundartanga ehf. um grænt bókahald:

 

Grænt bókhald Norðuráls 2015

Grænt bókhald Norðuráls 2014

Grænt bókhald Norðuráls 2013 

Grænt bókhald Norðuráls 2012 

Grænt bókhald Norðuráls 2011  

Grænt bókhald Norðuráls 2010

Grænt bókhald Norðuráls 2009

Grænt bókhald Norðuráls 2008  

Grænt bókhald Norðuráls 2007 

Grænt bókhald Norðuráls 2006 

Grænt bókhald Norðuráls 2005 

Grænt bókhald Norðuráls 2004 

Grænt bókhald Norðuráls 2003