Frárennsli

 

Fráveitur Norðuráls eru samkvæmt starfsleyfi og í samræmi við kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp og að auki í samræmi við ákvæði í lögum um varnir gegn mengun sjávar. Forvarnir gegn olíumengun eru einnig samkvæmt ákvæðum reglugerðar um ráðstafanir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.

 

Reglulega eru tekin sýni úr frárennsli verksmiðjunnar, til að tryggja að magn svifagna, flúors áls og olíu , sé innan leyfilegra marka. Seyra og annar úrgangur fráveitu er fjarlægður eftir þörfum og henni komið fyrir á viðurkenndum förgunarstað í samræmi við kröfur reglugerðar um úrgang og spilliefni.