Ryk

 

Agnirnar í hreinsuðu afsogslofti frá rafgreiningarkerjunum og súrálinu sleppa í gegnum síur þurrhreinsivirkjanna ð vissu marki. Þessar agnir teljast til svifryks sem getur verið slæmt fyrir öndunarfærin.

 

Rykið er að mestu súrál (Al2O3) en í því má einnig finna önnur efni m.a. krýólít (Na3AlF6), kíólít (Na5AlF14), natríumálflúoríð (NaAlF4) og álflúoríð (AlF3). Ekkert þessara efna er talið skaðlegt lífverum.

 

Með rykinu berast einnig svokölluð fjölhringa arómatísk kolefnasambönd (PAH) sem eru stöðug lífræn efnasambönd sem eiga uppruna að rekja til olíuafurða. PAH efni í ryki frá álverinu eru innan þeirra marka sem gefin eru upp samkvæmt Evrópskum stöðlum. PAH efni eruþrávirk lífræn efnasambönd og sýnt hefur verið fram á að sum þeirra eru krabbameinsvaldandi fari styrkur þeirra yfir viðmiðunarmörk.

 

Vel er fylgst með áhrifum iðnaðarsvæðisins á Grundartanga á nánasta umhverfi. Mælingar á svifryki í andrúmslofti er hluti af þeirri vöktun. PAH efni eru mæld í kræklingum sem ræktaðir eru á föstum mælistöðum í Hvalfirði þriðja hvert ár. Niðurstöður vöktunarmælinga og viðmiðunarmörk má finna í vöktunarskýrslum.