UMHVERFISSTEFNA

 

Norðurál framleiðir ál á umhverfisvænan hátt og leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa ásamt ábyrgri nýtingu orku og hráefna.

Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsmanna í stöðugum umbótum.

Norðurál uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglum um umhverfismál.

 

Umhverfismarkmið okkar eru:

·       Lágmörkun losunar út í andrúmsloft.

·       Aukin þekking starfsmanna á umhverfisáhrifum.

·       Aukin endurnýting og ábyrg förgun.

 Umhverfisstjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 14001staðlinum. Vottunin er liður í því að halda utan um og lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Stöðugt endurmat og endurbætur á ferlum fyrirtækisins á sviði umhverfismála er tryggt.