Andrúmsloft
Loftgæði eru mæld í loftgæðamælistöðvum að Kríuvörðu, Stekkjarási og Hálsnesi.
Meðalstyrkur loftkennds flúors hefur mælst undir viðmiðunarmörkum sem sett eru í starfsleyfi Norðuráls Grundartanga ehf á öllum stöðum. Einnig hefur meðalstyrkur brennisteinstvíoxíðs mælst töluvert undir heilsu- og gróðurverndarmörkum á öllum mælistöðvum, innan og utan þynningarsvæðis.
Meðalstyrkur brennisteinsvetnis, köfnunarefnisoxíða og svifryks hefur mælist í öllum tilvikum undir heilsu og gróðurverndarmörkum og styrkur bensó(a)pýren mælist undir umhverfismörkum sem gefin eru
upp í reglugerðum.
Úrkoma
Á árinu 2012 mældist styrkur flúors í úrkomu hærri að Kríuvörðu en Stekkjarási og Hálsnesi sem skýrist af
veðurfari og ríkjandi úrkomuáttum. Sýrustig í úrkomu er svipað og mælst hefur síðastliðin ár.
Ekki hafa verið skilgreind viðmiðunarmörk fyrir styrk uppleystra efna og sýrustig í úrkomu.