Árvötn

Ferskvatnssýni eru tekin úr fjórum ám norðan Hvalfjarðar og einni sunnan fjarðar. Meðalstyrkur

flúors, klóríðs og súlfats hefur mælst í öllum tilfellum innan þeirra marka sem skilgreind eru sem

hámarksgildi í neysluvatnsreglugerð. Sýrustig í öllum ám mældist innan þeirra marka sem gefin

eru upp fyrir sýrustig neysluvatns. Ekki hefur orðið marktæk breyting á sýrustigi Kalmansár og

Urriðaár milli áranna 1997 og 2012. Í Kalmansá er ekki marktæk breyting á flúorstyrk milli áranna

1997 og 2012, en marktæk breyting til hækkunar varð á styrk flúors í Urriðaá milli áranna 1997

og 2012. Sýrustig bergvatnsánna var svipað og undanfarin ár.

 

Flæðigryfjur

Niðurstöður mælinga sýna að virkni flæðigryfja er eins og til er ætlast.  Mældur styrkur málma utan

flæðigryfja er í öllum tilvikum innan umhverfismarka I og II samkvæmt reglugerð þar sem vænta

má mjög lítilla eða engra áhrifa á lífríkið. Umhverfismörk í reglugerð eiga ekki við innan

flæðigryfja. Styrkur sýaníðs reyndist í öllum tilvikum undir greiningarmörkum. Flúor mældist í

sýnum teknum utan flæðigryfju í öllum tilvikum undir umhverfismörkum sem gilda fyrir

neysluvatn.