Grasbítar

Ekki er greinilegt samband milli tannheilsu og styrks flúors í kjálkabeinum sláturfjárs. Ennfremur

gefur skoðanir dýralæknis á lifandi grasbítum (sauðfé og hrossum) til kynna að áhrif flúors á

tennur og liðamót séu ekki greinanleg. Ástand tanna og liðamóta er innan þeirra marka sem

dýralæknir telur eðlilegt.

Mælingar voru  gerðar á styrk flúors í kjálkabeinum, af bæði lömbum og fullorðnu fé, frá 13

bæjum í nágrenni iðnaðarsvæðisins. Tíu bæir eru staðsettir norðan Hvalfjarðar og 3 bæir sunnan

Hvalfjarðar. Auk þess voru sýni tekin af lömbum og fullorðnu fé frá tveimur bæjum til

viðmiðunar, Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp.

 

Lömb

Flúorstyrkur í kjálkabeinum lamba mælist í öllum tilfellum undir þeim mörkum þar sem talin er

hætta á tannskemmdum í dádýrum (samkvæmt norskri rannsókn). Marktæk breyting til

hækkunar hefur orðið á meðalstyrk flúors í kjálkabeinum lamba frá öllum vöktunarstöðum milli

áranna 1997 og 2012. Hins vegar er marktæk breyting til lækkunar á meðalstyrk flúors milli

áranna 2007 og 2012.

 

Fullorðið fé

Á átta bæjum er meðalstyrkur flúors í kjálkabeini fullorðins fjár yfir mörkum þar sem talin er

hætta á tannskemmdum í dádýrum. Auk þess var meðalstyrkur flúors í tveimur dýrum af 59 yfir

þeim styrk sem veldur tannskemmdum í dádýrum. Marktæk breyting til hækkunar er á

meðalstyrk flúors í kjálkabeini fullorðins fjár frá öllum vöktunarstöðum milli áranna 1997 og

2012. Hins vegar er engin breyting á flúorstyrk milli áranna 2007 og 2012.