Gróður

Meðalstyrkur flúors í laufi og barri er í öllum tilvikum undir þolmörkum gróðurs. Styrkur flúors í

grasi mælist í öllum tilvikum undir þolmörkum grasa fyrir flúor og undir þolmörkum grasbíta.

Vöktunarstaðir gróðurs voru ellefu talsins, sjö norðan Hvalfjarðar og fjórir sunnan fjarðar.

Marktæk breyting til hækkunar hefur orðið á styrk flúors í plöntuvef grasa og í laufi milli áranna

1997 og 2012. Hins vegar er ekki um að ræða marktæka breytingu í meðalstyrk flúors í eins og

tveggja ára barri samanborið við árið 1997.

 

Hey

Styrkur flúors í heyi mælist í öllum tilvikum undir þolmörkum grasbíta og leyfilegu hámarksgildi

flúors í fóðri. Tekin voru sex heysýni af bæjum sunnan og norðan Hvalfjarðar. Mælingar á styrk

brennisteins í heyi eru sambærilegar við niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafa verið á

brennisteinsinnihaldi í heyi víðs vegar um landið. Dýralæknir gerir enga athugasemd við hollustu

heysins með tilliti til þessarra tveggja þátta.